Fred E. Woods, prófessor við Religious Studies Center við Brigham Young háskólann í Utah í Bandaríkjunum, heldur fyrirlestur á Bókasafni Vestmannaeyja í dag klukkan 14. Hann fjallar um bók sína Eldur á ís sem segir 150 ára sögu mormóna á Íslandi og í Utah. Fjallað er sérstaklega um tengsl trúskiptinga í Spanish Fork í Utah við heimaland sitt Ísland.