Vinstri græn opnuðu kosningaskrifstofu í Brennu á Hellu í gærkvöldi. Um 40 manns mættu og hlýddu á efstu frambjóðendur listans. Auk þeirra ávarpaði Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, oddviti flokksins í Kraganum, samkomuna. Ragnheiður Eiríksdóttir, betur þekkt sem Heiða í Unun, flutti nokkur lög, en hún er í 13. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi. Skemmtilegar klósettmyndir fylgja fréttinni.