Kvennalið ÍBV lék í gærkvöldi gegn GRV í B-deild Lengjubikars kvenna. Leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi en áður en yfir lauk höfðu átta mörk verið skoruð og lokatölur 4:4. Þórhildur Ólafsdóttir, leikmaður ÍBV heldur áfram að raða inn mörkunum en hún skoraði þrjú af fjórum mörkum Eyjastúlkna.