Samfylkingin heldur kvennakvöld í kosningamiðstöð flokksins að Bolafæti 1 í Reykjanesbæ í kvöld klukkan 20. Kvennakvöld Samfylkingarinnar verða einnig haldin á Selfossi og í Vestmannaeyjum næstkomandi miðvikudagksvöld klukkan 20. Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi munu halda áfram að dreifa rósum, birki og jafnaðarstefnu á Suðurnesjum í dag, en byrjað var í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Svokallað laugardagskaffi flokksins verður í kosningamiðstöðinni í Reykjanesbæ klukkan 11 í dag.