Samband garðyrkjubænda ákvað á aðalfundi á föstudag að skrifa ekki undir samning við landbúnaðarráðherra um niðurskurð á greiðslum til bænda. Skrifað var undir við samtök sauðfjár- og kúabænda í dag um að stuðningur við bændur verði skertur um 800 milljónir frá síðasta ári. Garðyrkjubændur vilja fyrst fá afdráttarlausa yfirlýsingu um að hætt verði við fjórðungs hækkun á rafmagni sem fyrrverandi landbúnaðarráðherra ákvað. Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, segir í samtali við Suðurlandið.is að ekki geti verið um þjóðarsátt að ræða þegar ósamið er við einn aðila af þremur.