Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verður ásamt frambjóðendum flokksins í Suðurkjördæmi á opnun stjórnmálafundi í Vestmannaeyjum í kvöld klukkan 20. Fundurinn fer fram í Ásgarði, húsnæði flokksins í Eyjum. Á sama tíma fer fram opinn stjórnmálafundur á Hótel Selfossi með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, varaformanni sjáfstæðismanna.