Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra verður heiðursgestur á opnum stjórnmálafundi Samfylkingarinnar á Hótel Selfossi klukkan 11 í dag. Fundarstjóri verður Björgvin G. Sigurðsson, oddviti flokksins í Suðurkjördæmi. Samfylkingarfólk heldur áfram að dreifa íslenskum rósum og birki um kjördæmið í dag. Gengið verður í hús í Hveragerði í dag en Samfylkingin opnar kosningaskrifstofu þar að Reykjamörk 1 klukkan 18 í dag.