Framsóknarmenn hafa opnað fimm kosningaskrifstofur um helgina og tvær verða opnaðar á mánudag. Seinkun hefur orðið á opnun skrifstofunnar í Vestmannaeyjum vegna ófærðar og verður hún opnuð klukkan 16 í dag að Heiðarvegi 6. Allir eru velkomnir í grillveislu framsóknarmanna í Eyjum. Oddviti Framsóknar í Suðurkjördæmi verður á opnum stjórnmálafundi í Skála í Myrkholti í Biskupstungum klukkan 21 í kvöld.