Suðurlandið.is kynnir fyrir kjósendum Suðurkjördæmis Sigurð Inga Jóhannsson, nýjan oddvita Framsóknarflokksins, í áttunda kosningamyndbandinu. Hann leiðir flokkinn í kjördæminu í stað Guðna Ágústssonar sem sagði af sér þingmennsku og formennsku í Framsóknarflokknum í haust. Sigurður Ingi segist hafa orðið framsóknarmaður á námsárum í Danmörku. Hann segir Íslendinga eiga öflugan matvælaiðnað, bæði landbúnað og sjávarútveg, sem þurfi frið til að vaxa. Að hans mati er fyrningarleið kvótakerfisins ekki sáttaleið.