Hermann Hreiðarsson er í enskum fjölmiðlum í dag orðaður við Wolves sem í gær vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni. Samningur Hermanns við Portsmouth rennur út í sumar og segir í frétt í News of the World að ólíklegt er að honum verði boðinn nýr samningur.