Í gær áttust við KFS og Sindri frá Hornafirði í Lengjubikarnum en liðin léku á gervigrasvellinum á Selfossi. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Anton Bjarnason KFS yfir á 47. mínútu en Sindramenn jöfnuðu aðeins fimm mínútum síðar. Anton hafði hins vegar ekki sagt sitt síðasta og skoraði sigurmarkið á 72. mínútu. Lokatölur því 2:1 fyrir KFS.