Lögreglan á Hvolsvelli segir að fíkniefni skapi mjög alvarlegt ástand í þjóðfélaginu og að neytendur séu sífellt að verða yngri. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að ætlunin sé að fylgjast betur með fíkniefnamálum á næstunni og að reynt verði að ná til þeirra sem selja, framleiða og neyta fíkniefna. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar varðandi fíkniefnmál geta haft samband við lögregluna á Hvolsvelli í síma 488 4110 og er fullum trúnaði heitið.