Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu hafa staðið yfir síðustu dægrin á Suðausturlandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV er um að ræða eina stærstu tilraun til fíkniefnasmygls sem upp hefur komist hér á landi. Á vef Ríkisútvarpsins kemur fram að lögregla muni hafa handtekið tvo eða þrjá karlmenn á Djúpavogi í gær en þeir komu þangað fyrir nokkrum dögum með hraðskreiðan gúmmíbát og náðu samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV í mikið magn fíkniefna um borð í skútu sem nú er stödd austan við landið.