Á þessum tíma í sögu lands og þjóðar er mikilvægt að hugað sé að nýliðun í grunnatvinnuvegum þjóðarinnar, landbúnaði og sjávarútvegi. Þessir atvinnuvegir hafa sýnt sig að vera sú burðarstoð sem við byggjum lífsskilyrði okkar á. Það er í þessum greinum sem við höfum þekkingu sem byggir á aldargömlum hefðum. Og það er á þeim sem framtíð landsins þarf að byggja á. Það þarf að tryggja þessum atvinnuvegum forsendur til þess að starfa en ekki síst þarf að tryggja nýliðun. Til að svo geti orðið er nauðsynlegt að breyta þeim kerfum sem hafa haldið þessum atvinnuvegum í herkví.