Það var margt forvitnilegt í Silfri Egils í dag og kannski ótrúlegast að heyra enn einu sinni Sverrir Hermannsson gefa lýsingu á öllu því, sem átti sér stað á bak við luktar dyr hjá Sjálfstæðisflokknum. Ég segi bara enn einu sinni: þetta kemur ekki á óvart. Það sem hins vegar kemur mér verulega á óvart er, að enn virðist fjórðungur þjóðarinnar vera tilbúin að kjósa þennan flokk, þrátt fyrir allt það sem að undanförnu er komið fram, en reyndar hafa nú fleiri flokkar verið nefndir í þessum samanburði.