Skútu, sem talin er að hafi verið notuð til að smygla tugum kílóa af fíkniefnum til landsins, er nú leitað. Í tilkynningu frá lögreglu segir að Landhelgisgæslan standi nú fyrir umfangsmiklum aðgerðum við leitina þar sem notaðar eru þyrlur, flugvél og varðskip. Um borð í varðskipinu eru sérsveitarmenn frá embætti ríkislögreglustjóra. Þrír menn voru handteknir í nótt vegna málsins.