Ökuferð gestkomandi manns í Vestmannaeyjum í september í fyrra endaði ekki vel. Hvorttveggja var að maðurinn tók bílinn traustataki og að auki var maðurinn undir áhrifum vímuefna enda lauk bíltúrnum með því að bíllinn rakst tvívegis utan í umferðarmerki.