Í dag verður kosningaumfjöllun Ríkisútvarpsins um Suðurkjördæmi. Morgunvakt Rásar 1, sem hefst upp úr klukkan hálf sjö, verður send út frá Höfn í Hornafirði með viðkomu í Vestmannaeyjum. Síðdegisútvarp Rásar 2 klukkan 16 í dag verður í beinni útsendingu frá Reykjanesbæ. Hápunktur umfjöllunarinnar er borgarafundur á Hótel Selfossi klukkan 19:35 í kvöld sem verður sendur út samtímis í Sjónvarpinu og á Rás 2.