Fjölmenni var við opnun kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins við Heiðarveg í Vestmannaeyjum í gær. Boðið var upp á grillaðar pylsur, kaffi og meðlæti. Framsóknarmenn opnuðu einnig kosningaskrifstofu í Hveragerði í gær. Í dag verða opnaðar skrifstofur klukkan 19 í Framsóknarhúsinu í Grindavík og klukkan 20 á Hótel Vík í Vík í Mýrdal. Þá verður kosningaskrifstofa framsóknarmanna í Þorlákshöfn opnuð á sumardaginn fyrsta, næstkomandi fimmtudag. Fleiri myndir fylgja fréttinni.