Varðskipið Týr stöðvaði um klukkan 22:30 í gærkvöld för seglskútu djúpt úti af suðausturlandi. Talið er að miklu af fíkniefnum hafi verið smyglað til landsins í henni. Skútan var komin út úr íslenskri lögsögu og sigldi í átt til Færeyja. Á vef Ríkisútvarpsins kemur fram að sérsveitarmenn hafi farið frá varðskipinu og handtekið þar þrjá menn. Þeir voru svo færðir um borð í varðskipið. Varðskipið mun færa skútuna til hafnar. Þyrla og flugvél tóku einnig þátt í leitinni að skútinni.