Síðastliðna nótt var brotist inn í trésmiðju Selós á Selfossi og þaðan stolið skiptimynt. Þjófurinn spennti upp útihurð og braut sér leið inn á skrifstofu þar sem hann fann smávegis af peningum sem hann hafði á brott með sér. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur einnig fram að aðfaranótt laugardags hafi verið brotist inn í sjúkraþjálfunina Mátt í Gagnheiði á Selfossi. Þaðan var líka stolið skiptimynt. Bæði innbrotin eru óupplýst og lögreglan biður þá sem veitt geta upplýsingar um þau að hafa samband í síma 480 1010.