Þriðjudaginn 21. apríl kl. 20.00 verður sr. Þórhallur Heimisson með erindi í safnaðarheimili Landakirkju um lífsgleði og samskipti. Erindið, sem ber heitið „10 leiðir til lífshamingju“, byggir á svipuðum hugmyndum og vinsæl hjónanámskeið sr. Þórhalls. Ekkert þátttökugjald er á námskeiðið sem er í boði Kjalarnessprófastsdæmis og opið öllum. Að loknu erindi sr. Þórhalls verða umræður.