Frjálslyndi flokkurinn bauð til fjölskylduhátíðar í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Um 100 manns mættu og gæddu sér á heitum vöfflum með kaffisopanum. Um 50 manns mættu á kvöldvöku flokksins um kvöldið og vill Frjálslyndi flokkurinn koma á framfæri þakklæti til þeirra sem mættu og minna um leið á að það verður enn meira fjör næsta laugardag á kosningavökunni. Kosningaskrifstofa Frjálslynda flokksins í Vestmannaeyjum er í Valhöll að Strandgötu 43 A. Fleiri myndir fylgja fréttinni.