Samfylkingin vill fara í aðildarviðræður við ESB og leggja niðurstöður þeirra í dóm kjósenda. Ástæðan er einföld – ef við förum í aðildarviðræður vitum við hvað við fáum og hvað það mun hugsanlega kosta okkur að vera aðilar að ESB. Úr þessu fáum við aldrei skorið nema með því að fara í aðildarviðræður.