Borgarahreyfingin – þjóðin á þing hefur opnað kosningaskrifstofu í Suðurkjördæmi að Eyrarvegi 31 Selfossi. Í tilkynningu frá framboðinu segir að þangað séu allir velkomnir til að kynna sér stefnu og málefni Borgarahreyfingarinnar og ræða við frambjóðendur yfir rjúkandi heitum kaffibolla.