Útflutningsráð heldur kynningu um möguleika í ferðamennsku í tengslum við fuglaskoðun klukkan 13 á Hótel Selfossi í dag. Útflutningsráð hefur undanfarin ár unnið að því að byggja upp fuglaskoðunarferðamennsku sem víðast á Íslandi. Unnið er að undirbúningi stofnunar Fuglaskoðunarsamtaka Íslands. Stefnt er að stofnun samtakanna í maí.