Lögreglan á Selfossi hefur tvívegis þurft að hafa afskipti af ungum mönnum sem hafa farið í óleyfi inn á sundlaugarsvæði sundlaugar Selfoss utan opnunartíma. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að í öðru tilvikinu hafi tíu menn verið á laugarsvæðinu og fimm í hinu. Mennirnir verða allir kærðir fyrir hegningarlagabrot enda óleyfilegt að fara inn á svæði Kobba kúts eftir lokun en kópurinn sá er einkennismerki Sundhallar Selfoss.