Suðurlandið.is sendi fyrirspurn til Lýðræðis-hreyfingarinnar um kosninga-skrifstofur framboðsins í Suðurkjördæmi, en undanfarna daga hafa verið fluttar fréttir hér á vefnum um kosninga-skrifstofur stjórnmálaflokkanna í kjördæminu lesendum til upplýsinga. Í skriflegu svari frá Ástþóri Magnússyni, oddvita flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, kemur fram að framboðið eigi enga fjármuni til að opna kosningaskrifstofur, fyrir utan aðalskrifstofu framboðsins í Reykjavík sem er að Vogaseli 1.