Margt má lesa út úr nýgerðri skoðanakönnun Capasent Gallup í Suðurkjördæmi sem gerð var fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið. Sérstök könnun var m.a. á fylgi flokkanna eftir byggðarlögum. Könnunin var bæði net- og símakönnun. Heildarúrtakið var 800 manns og svarhlutfallið 61% eða um 490 manns. Í könnuninni sem gerð var í Vestmannaeyjum sögðust 32% styðja ríkisstjórnina en 68% sögðust henni andvíg.