Margir virðast óttast það að Evrópusambandið bíði þess óþreyjufullt að Ísland sæki um aðild til þess eins að geta hér ráðskast með fólkið í landinu og auðlindir þess. Ég hef áður fjallað um auðlindinar, líkt og margir fleiri í þessari kosningabaráttu svo vonandi hefur auðlindadraugurinn verið kveðinn niður. En hvað með aðra þætti mannlífsins, mun Brussel ráða öllu, flyst stjórn landsins þangað með aðild? Svarið er nei, slíkt gerist ekki.