Á heimasíðu Taflfélags Vestmannaeyja er sagt frá því að Nils Grandelus, sem er alþjóðlegur meistari í skák, sé genginn í raðir Taflfélagsins. Nils, sem er aðeins fimmtán ára gamall er almennt talinn vera eitt mesta skákmannsefni sem fram hefur komið í Svíþjóð en hann hefur farið hratt upp stigalista FIDE undanfarið.