Á laugardaginn verður kosið um framtíðina. Við Íslendingar stöndum frammi fyrir því verkefni að endurreisa efnahag landsins. Við það verkefni er þörf á hugrökku fólki sem leggur fram lausnir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt frá stofnun flokksins sett atvinnumál í forgang enda er ljóst að ef atvinnulífinu gengur vel þá gengur heimilunum vel. Við Sjálfstæðismenn ætlum að tryggja að í landinu verði til ný störf á kjörtímabilinu auk þess að vernda þau störf sem fyrir eru.