Þær hafa ekki farið framhjá neinum í dag, miðvikudaginn 22. apríl, ferðatöskurnar sem hafa verið út um víðan völl í okkar víðfeðma kjördæmi sem nær allt frá Reykjanesbæ að Höfn í Hornafirði. Þessi listræni gjörningur er á ábyrgð okkar ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Í ljósi þeirra staðreynda sem Sjálfstæðismenn standa frammi fyrir að boðskapur þeirra nær ekki til eyrna fólks ákváðu ungir sjálfstæðismenn að gera eitthvað róttækt til þess að reyna að ná athygli fólksins í kjördæminu.