Víða um Vestmannaeyjabæ má nú sjá ferðatöskur með skilaboðunum Pökkum saman og eru töskurnar merktar annað hvort X-S eða X-V. Það eru félagar í Eyverjum, ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins sem fóru þessa óhefðbundnu leið í kosningaherferð sinni og skilaboðin eru skýr. Reyndar fengu töskurnar ekki að vera lengi í friði því einhverjir höfðu farið um í skjóli nætur og málað yfir hluta skilaboðanna en í rigningu morgunsins hefur málning skemmdarvarganna runnið aftur af.