Kosningarnar á laugardaginn, þegar landsmenn ganga að kjörborðinu, eru sennilega þær mest spennandi á Íslandi á síðustu árum. Ljóst er að sjálfstæðismenn verða fyrir afhroði, Framsókn gæti haldið sínu en bæði Samfylking og Vinstri grænir eru á fljúgandi siglingu. Af minni flokkunum virðist sem Frjálslyndir eigi verulega undir högg að sækja og ekki er útilokað að Borgarahreyfingin gæti komið í þeirra stað á þingi.