Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, heiðraði á dögunum Þórarin Snorrason bónda í Vogsósum í Selvogi fyrir áratugastörf í þjónustu Strandarkirkju. Þórarinn byrjaði að syngja við kirkjuna árið 1947. Hann hefur verið kirkjuvörður, meðhjálpari og formaður sóknarnefndar.