Í lok átján ára valdatímabils Sjálfstæðismanna á Íslandi blasir við að frjálshyggjan, sem hefur verið leiðarljós flokksins á valdatíma hans, hefur beðið algjört skipbrot og efnahagskerfi þjóðarinnar er í molum. Afleiðingarnar af frjálshyggjustefnu Sjálfstæðisflokksins eru m.a. þær að heimilin og fyrirtækin í landinu berjast núna við mjög erfiða skuldastöðu, himinháa vexti, ónýtan gjaldmiðil og trúverðugleiki þjóðarinnar hjá alþjóðasamfélaginu hefur beðið hnekki – svo ekki sé fastar að orði kveðið.