Samfylkingin á Selfossi heldur fjölskylduhátíð við Tryggvaskála á Selfossi í dag klukkan 14. Þar mun Ingó Veðurguð skemmta. Grillaðar verða pylsur og boðið verður upp á ís og gos. Í Vestmannaeyjum fer fram fjölskylduhátíð Sjálfstæðisflokksins í Ásgarði og hefst hún klukkan 15. Þar verða einnig grillaðar pylsur ásamt því sem boðið verður upp á andlitsmálningu, blöðrur og sleikipinna.