Suðurlandið.is ræðir við Ragnheiði Elínu Árnadóttur, nýjan leiðtoga sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, í tíunda kosningamyndbandinu. Ragnheiður Elín hefur verið þingmaður síðustu tvö ár fyrir flokkinn í Suðvesturkjördæmi. Hún skýrir kjördæmaskiptingu sína þannig að hún hafi verið að svara kalli flokksfélaga sinna úr Suðurkjördæmi. Ragnheiður Elín segir að Samfylkingin eigi eftir að gera Vinstri grænum það sama og Sjálfstæðisflokknum í stjórnarsamtarfi, að „nudda“ til að breyta stefnu samstarfsflokksins.