Nú fer að styttast í kosningar og við verðum að taka ákvörðun um hvar við ætlum að setja X. Sjálfur er ég hægrisinnaður og því mjög hliðhollur Sjálfstæðisflokknum, en eftir þær hremmingar sem dunið hafa yfir okkur síðasta hálfa árið, það er efnahagskreppan í heiminum og svo meðhöndlun fjármagns af bönkum og stórfyrirtækjum á Íslandi, hlýt ég að efast um ágæti fjármála og fyrirtækja umhverfisins á Íslandi.