Myndlistamaðurinn Sigurfinnur Sigurfinnsson var í dag tilnefndur sem bæjarlistamaður Vestmannaeyja fyrir árið 2009. Hann tekur við af Berglindi Kristjánsdóttur, glerlistamanni sem útbjó sérstakan verðlaunagrip og afhenti Sigurfinni við athöfnina. Sigurfinnur hefur lengst af unnið að list sinni í Vestmannaeyjum síðustu 40 ár en auk þess hefur hann kennt myndlmennt í Grunnskólum bæjarins.