Staðfest hefur verið af Þjóðhátíðarnefnd að samið hefur verið við hljómsveitina Skítamóral til að spila á Þjóðhátíðinni í ár. Mun hún spila tvö kvöld og verður það að öllum líkindum laugardags- og sunnudagskvöld. Langt er síðan Skítamórall spilaði síðast hvað þá þessi tvö bönd sem samið hefur verið við, Sálin og Skítamórall.