Dagskrá sumardagsins fyrsta í Vestmannaeyjum hefst klukkan 11 þegar Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2009 verður heiðraður í Listaskóla Vestmannaeyja. Litla lúðrasveitin leikur við athöfnina. Klukkan 12:45 koma Eyjamenn saman við Ráðhúsið á Stakkó þaðan sem gengið verður að Íþróttamiðstöðinni.