Eyjastúlkan Sóley Guðbjörnsdóttir varð í fimmta sæti í Ungfrú Vesturland en keppnin var haldin í Bíóhöllinni á Akranesi í gærkvöld. Sóley, sem er 23 ára var ennfremur valin Face stúlkan en Sóley er búsett á Akranesi. Fegurðardrottning Vesturlands var hins vegar valin Valdís Ýr Ólafsdóttir.