Forráðamenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum buðu starfsfólki sínu í hið árlega loðnukaffi á Sumardaginn fyrsta en kaffiboðið var haldið í Akóges. Þrátt fyrir að lítið hafi sést af loðnunni í ár vantaði ekkert upp á hlaðborðið og fór enginn svangur út. Við sama tækifæri veitir Vinnslustöðin styrki og gjafir. Meðal annars styrkir fyrirtækið tvo nemendur í stýrimanna- og vélstjórnarnámi, þá Halldór Inga Guðnason og Rúnar Guðmundsson.