Í gær, sumardaginn fyrsta veitti Alþýðubandalagsfélag Vestmannaeyja styrki til nokkurra félagasamtaka og stofnana í Vestmannaeyjum. Af því tilefni var boðað til hófs á Kaffi Kró og styrkirnir veittir. Í ávarpi sem Ragnar Óskarsson flutti var við það tækifæri sagði m.a. að fjármagnið sem notað hefði verið í styrkina hefði verið söluandvirði húsnæðis Alþýðubandalagsfélags Vestmannaeyja við Bárustíg, sem gekk undir nafninu Kreml. Ávarp Ragnars má lesa hér að neðan.