Undanfarið hef ég látið hræðsluáróðursgreinar Sjálfstæðismanna pirra mig óþarflega mikið. Ástæðan er sú að mér finnst mjög miður þegar menn ákveða að reka kosningabaráttu sína á því að tala niður stefnumál andstæðinganna í stað þess að benda á ágæti sinna stefnumála. Leiða má líkur á því að Sjálfstæðismenn sjái lítið ágæti í sínum stefnumálum og því fari þeir þá leið að hræða kjósendur með fullyrðingum um hvað gerist ef Vinstri stjórn verður við völd eftir kosningar. Fullyrðingum sem eiga ekki við rök að styðjast. Ég settist því niður og skrifaði nokkrar línur og langar að benda sérstaklega á þá arfleið sem Sjálfstæðisflokkurinn skilur eftir sig eftir 18 ára stjórnartíð.