Samfylkingin hélt kvennakvöld að kveldi síðasta vetrardags, bæði á Selfossi og í Vestmannaeyjum. Meðal gesta á kvennakvöldinu í Tryggvaskála á Selfossi var Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar. Hann var í þeim erindagjörðum að halda ræðu fyrir dömurnar á kvennakvöldinu og var einn af örfáum karlmönnum sem fengu inngöngu.