ÍBV og Grindavík áttust við á Helgafellsvellinum í dag. Grindvíkingar eru nú í æfingaferð í Vestmannaeyjum en liðin leika tvívegis og var leikurinn í dag fyrri leikurinn. Hvorugt félagið tefldi fram sínu sterkasta liði, það bíður leiksins á morgun en þó spiluðu margir af sterkustu leikmönnum liðanna í dag. Lokatölur urðu 2:1 fyrir ÍBV en úganski leikmaðurinn Tonny Mawejje skoraði sigurmarkið í sínum fyrsta leik fyrir ÍBV, með sínu fyrsta og eina skot í leiknum.