Bæjarstjórn Grindavíkur hefur samþykkt með atkvæðum meirihlutans að ráða Maggý Hrönn Hermannsdóttur sem skólastjóra Hópsskóla, nýs grunnskóla í Grindavík, frá og með 1. ágúst næstkomandi. Fulltrúi F-lista lagði til að Garðar Páll Vignisson yrði ráðinn skólastjóri og fulltrúar D-lista lögðu til að staðan yrði auglýst aftur þar sem það sé breyting á auglýsingu að ráða í stöðuna frá 1. ágúst. Brestir komu í meirihlutasamstarf Framsóknarflokks og Samfylkingarinnar vegna ráðningarinnar.